-
Það er til mjög sérstök tilfinning …
…Tilfinning sem er erfitt að útskýra, erfitt að koma í orð, eiginlega ómögulegt. Allavega þannig að önnur en þau sem sjálf hafa upplifað þessa sömu sérstök tilfinning skilji. Þessi tilfinning er einhver blanda af eftirvæntingu og eftirsjá, tilhlökkun og samviskubiti, gleði og sorg. Allt á sama tíma. Þetta er tilfinningin sem fylgir því að láta…
-
Rof milli raunveruleika og skynjunar hjá stjórnmálafólki
Margt stjórnmálafólk, sérstaklega þau sem eru í meirihluta, heldur að allir Íslendingar hafi það bara rosalega gott eða allavega alveg skítsæmilegt. Að einhverju leyti skýrist þetta kannski á rofi milli raunveruleika og skynjunar hjá stjórnmálafólki. Fólki sem vissulega hefur það gott. Það þarf náttúrulega einhverja geðveiki til þess að sjá ekki hvað öryrkjar, aldraðir, láglaunafólk…
-
Ein versta birtingarmynd ósanngirni og mannvonsku
Allir flokkar á þingi hafa talað um mikilvægi þess að afnema krónu á móti krónu skerðinguna hjá öryrkjum. Það er ekki að ástæðulausu. Þessi skerðing er ein versta birtingarmynd ósanngirni og mannvonsku í garð lífeyrisþega sem stjórnvöldum hefur nokkurn tímann dottið í hug að koma á og það í kerfi sem er vel þekkt fyrir…
-
Er örorka sýnileg eða ósýnileg?
Flestir sem þekkja mig eða hafa fylgst með pólitískum störfum mínum vita að ég er öryrki. Margir vita samt ekki af hverju ég er öryrki. Ósýnileg örorka Mitt örorkumat er vegna þunglyndis- og kvíðaröskunar. Ég hef alveg verið opinskár með það og skammast mín ekki fyrir það en það er samt ekki endilega það fyrsta…
-
Afnám krónu á móti krónu skerðingar kostar minna en margur heldur
Í gærmorgun (14. nóv.) voru Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir og Anna Kolbrún Árnadóttir gestir í þættinum Í bítið á Bylgjunni. Þar var aðallega til umræðu biðlistar í heilbrigðiskerfinu. Í lok viðtalsins, nánar tiltekið á um mínútu 16:30 í þessari upptöku, berst talið að tillögu meirihluta fjárlaganefndar um lækkun á áður boðuðu hækkuðu framlagi til málefna öryrkja. Hækkun sem var ætlað að…
-
Frumvarp um afnám krónu á móti krónu skerðingar
Það var ærin ástæða fyrir að ég skrifaði fyrstu drög að þessu frumvarpi um afnám krónu á móti krónu skerðingar og bað þingflokk Pírata að fullvinna og leggja það fram. Halldóra Mogensen gerði það með glöðu geði fyrir hönd flokksins þar sem allir þingmenn hans voru meðflutningsfólk. Í fyrstu tilraun var málið svæft í nefnd…
-
Opið bréf til Steinunnar Þóru, þingkonu Vinstri Grænna
Sæl Steinunn Þóra Getur þú útskýrt fyrir mér ástæður stefnubreytingar Vinstrihreyfingin – grænt framboð hvað varðar starfsgetumat? Árið 2016 sast þú í nefnd um heildarendurskoðun almannatryggingakerfisins fyrir hönd VG. Þar skrifaðir þú, ásamt öllum fulltrúum þáverandi stjórnarandstöðu og fulltrúar Öryrkjabandalag Íslands, undir sérálit þar sem þáverandi hugmyndum um starfsgetumat var í raun hafnað. Formlega voru…
-
Opið bréf til Páls Magnússonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins
Þetta bréf var ritað sem viðbrögð við þessari grein á Eyjunni: Fleiri verða öryrkjar en þeir sem fara á vinnumarkaðinn – „Þetta er grafalvarleg þróun,“ segir Páll Magnússon Sæll Páll Magnússon Hvernig væri að gera meira heldur en að vekja athygli á þessari þróun? Hvernig væri að leggja til aðgerðir, raunverulegar aðgerðir til að stemma stigum…
-
Fullu lýðræði verður ekki náð fyrr en…
“…Píratar berjast fyrir styttingu vinnuvikunnar, afnámi ósanngjarnar skerðingar, og félagslegu réttlæti. Því til að vera þátttakendur þarf fólk að hafa tækifæri og tíma. Tækifæri til þátttöku verða ekki raunveruleg fyrr en að grunnþörfum fólks er mætt og þau tryggð. Á meðan að fjöldi fólks þarf daglega að hafa áhyggjur af því að fæða, klæða, og…
-
Um hækkun almannatrygginga skv. fjárlagafrumvarpi 2018
Skv. fjárlagafrumvarpi fyrir 2018 er gert ráð fyrir að almenn hækkun greiðslna almannatrygginga verði 4,7%. Þá er gert ráð fyrir sérstakri hækkun heimilisuppbótar til viðbótar til að þeir lífeyrisþegar sem búa einir nái 300 þús. kr. framfærslu á mánuði (fyrir skatta að venju), í samræmi við loforð síðustu ríksstjórnar um að lágmarksframfærsla lífeyrisþega væri jöfn…