Ert þú á aldrinum 18 til 29 ára?


Hér eru tvö lítil verkefni fyrir þig:
1. Mættu á kjörstað og kjóstu. Mér er (næstum (sjá neðst)) alveg sama hvað þú kýst svo lengi sem þú mætir og skilar atkvæði. Það má þess vegna vera autt. Bara svo lengi sem atkvæðið kemst til skila.
2. Fáðu þrjá vini þína á sama aldursbili til að gera hið sama.
(Fólki á öðrum aldursbilum er að sjálfsögðu hvatt til að gera það sama).
Bretar samþykktu Brexit að mestan part vegna þess að eldra fólkið kaus en unga fólkið sat heima. Ekki láta það sama gerast hérna. Taktu þátt.
 
Ef þú ert ekki viss um að komast á kjörstað 29. okt, sama af hvaða ástæðu, þá er hægt að kjósa utan kjörfundar. Það er frábær leið til að tryggja að atkvæði manns berist.
 
Á höfuðborgarsvæðinu fer atkvæðagreiðsla utan kjörfundar fram í Perlunni og er opið þar alla daga fram að kosningum frá 10 til 22.
 
Annars staðar á landinu er hægt að kjósa utan kjörfundar hjá sýslumönnum og útibúum hans.
Sjá lista hér: 

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar fyrir Alþingiskosningar 29.október 2016 | Sýslumenn

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar fyrir Alþingiskosningar 29.október 2016 | Sýslumennhttp://www.syslumenn.is/thjonusta/atkvaedagreidsla-utan-kjorfundar/atkvaedagreidsla-utan-kjorfundar-fyrir-althingiskosningar-29.oktober-2016/Greiða má atkvæði á skrifstofum sýslumanna, útibúum þeirra og annars staðar sem ákveðið hefur verið sem hér segir:
 
Athugið að það að kjósa ekki (eða skila inn auðu) felur í sér stuðning við óbreytt ástand. Veikan og óbeinan stuðning en samt stuðning. Ef þú vilt breytingar þá þarftu að mæta og kjósa.
, ,

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *